Sjóréttur Jóns Kristjánssonar

Jón Kristjánsson fćddist 22. apríl 1885. Hann lćrđi lögfrćđi viđ háskólann í Kaupmannahöfn og lauk prófi 1909. Hann var aukakennari viđ Lagaskólann frá hausti 1909, en prófessor viđ Háskóla Íslands frá 1911. Ţá kenndi hann viđ Stýrimannskólann í Reykjavík frá 1910. Jón Kristjánsson lést 9. nóvember 1918.

Ţrátt fyrir skamman feril liggja eftir Jón Kristjánsson umfangsmikil rit. Hann gaf út rit um sérstaka hluta kröfuréttarins og annađ um verslunarrétt. Ţá gaf hann út rit um sjórétt ţegar áriđ 1910, ári eftir ađ hann lauk lagaprófi, og 2. útgáfu af sama riti 1915. Ţađ sem mér sýnist skemmtilegast viđ fyrri útgáfu sjóréttar Jóns Kristjánssonar ersú stađreynd ađ hún rituđ áđur en siglingalög nr. 63/1913 voru sett. Ţví er fjallađ um ákvćđi Jónsbókar og Dönsku og Norsku laga Kristjáns V., auk reglna farmannalaganna frá 1890.

Reynt er ađ birta ritiđ sem nćst í sömu mynd og ţađ birtist 1910. Ţví hefur almennt ekki veriđ hreyft viđ texta eđa rithćtti ţar sem grunur er um prentvillu. Ţá hefur textinn veriđ settur upp međ sama blađsíđutali og í bókinni.

Aftast í ritinu er ađ finna efnisyfirlit, sem er stytt nokkuđ hér, skammstafanskrá og ritaskrá. Ţar gerir höfundur ţessa athugasemd:

Jeg hefi ráđist í ađ gefa bók ţessa út svo fljótt vegna stýrimannaskólans, ţví ađ ekkert er til, skrifađ eđa prentađ, sem hćgt er ađ nota viđ sjórjettarkensluna ţar. Vegna stýrimannaskólans hef jeg sömuleiđis tekiđ ýmislegt međ, sem kann ađ ţykja ofaukiđ frá almennu sjónarmiđi. - Til ţess ađ bókin geti komiđ öđrum ađ notum, en nemendum, hef jeg neđanmáls vitnađ í öll merkustu rhbr., lhbr., d. o.s.frv., sem til eru um ţetta efni.
Sjóréttur Jóns Kristjánssonar 1910